Um fyrirtækið

starfsfolk_400Stofan var opnuð hér á Laugaveginum í ágúst 1986.  Gísli er eini tannlæknirinn á stofunni en auk hans vinna hér 4 tanntæknar og einn tannsmiður.  Við sinnum eingöngu tannréttingum.

 

Við leitumst við að veita vandaða og persónulega þjónustu og reynum að hafa heimsóknirnar eins þægilegar og hægt er. Við leggjum mikið upp úr fræðslu og upplýsingum, bæði til sjúklinga og forráðamanna svo að allir geti fylgst með framvindu meðferðarinnar.  Vandaðar tannréttingar eru tímafrekar, krefjast nákvæmni í vinnubrögðum og kosta mikið.  Við leggjum okkur öll fram við tannréttinguna og leitumst við að ná sem allra bestum árangri.  Okkar markmið er að árangur meðferðarinnar  sér varanlegur  og verði til ánægju alla ævi.

 

krakkar_400Foreldrar eru ætíð velkomnir með börnum sínum, hvort heldur sem þeir kjósa að bíða frammi og fá sér kaffisopa í eldhúsinu eða koma með inn á aðgerðarstofuna.  Til að miðla upplýsingum til þeirra foreldra sem ekki geta mætt með börnum sínum, eru skrifaðar athugasemdir í lok hverrar heimsóknar.  Einnig er hægt að hringja eftir upplýsingum og getur þá aðstoðarfólk oft svarað spurningum en einnig er hægt að leggja fyrir skilaboð og Gísli hringir þá þegar tækifæri gefst til að reyna að forðast seinkanir.