Gísli Vilhjálmsson

Gísli Vilhjálmsson er fæddur 13. maí 1954 í Reykjavík.

_DSC1706

Hann lauk stúdentsprófi frá M.H. 1974.  Þaðan lá leiðin í Tannlæknadeild Háskóla Íslands og lauk hann prófi (Cand.odont.) þaðan1980.  Gísli fór beina leið í framhaldsnám til Bandaríkjanna.  Lærði tannréttingar við St. Louis University, Department of Orthodontics.  Lauk M.Sc. prófi í tannréttingum þaðan 1982 og í lok námsins hlaut hann Marshalls-viðurkenningu frá St. Louis University of Orthodontic Alumni Association fyrir bestan árangur í tveggja ára framhaldsnámi í tannréttingum.

 

 

Gísli VilhjálmssonGísli fékk tannlæknaleyfi 27. ágúst 1980.  Sérfræðiréttindi í tannréttingum 16. júní 1988.  Gísli stundar virka endurmenntun og sækir reglulega tannréttingaþing erlendis.  Hann hefur ætíð tekið þátt í og uppfyllt endurmenntunarkröfu Tannlæknafélags Íslands “VEIT”.  Jafnframt hefur hann haldið nokkur erindi á ársþingum Tannlæknafélagsins um efni tengd tannréttingum.

 

Gísli er giftur Kristínu Jónsdóttur og eiga þau 3 börn.  Kristín sér um bókhald stofunnar og sinnir einnig afleysingum í móttöku.

 

Veiði og bílar eru aðaláhugamál Gísla.  Hann og Kristín veiða mikið saman á sumrin.  Veiðibíllinn sem er Bronco árgerð 1979, gengur undir nafninu Skrauti.  Hann eyðilagðist algjörlega í bílveltu sumarið 2005.  Gísli hefur lokið við að endursmíða Skrauta í frístundum sínum. Ef þú hefur áhuga á að skoða Broncosmíðina þá endilega sendu tölvupóst á gisli@teinar.is og fáðu aðgang að ljósmyndasíðunni hans.