Vandamál

Undirbit

Undirbit

Framtennur neðri góms sitja framar en framtennur efri góms (skúffubit), oft fylgir þessu biti krossbit(sjá að neðan).

Nokkar ástæður: Framtennur efri góms vísa inn á við. Framtennur neðri góms vísa fram á við.  Efri kjálki stuttur og/eða neðri kjálki of framstæður.


Yfirbit

Yfirbit

Þegar efri góms framtennur eru fram fyrir neðri góms framtennur.  Neðri góms framtennur bíta þá gjarnan upp í góminn-ganga upp af því að þær hitta ekki á mótstæðar efri framtennur. Djúpa bitið getur skaðað tannfestuna á bakhlið efri tanna.


Krossbit

Krossbit

Efri góms jaxlar sitja innar er neðri góms jaxlar.
Ástæða krossbits er oftast vanvöxtur efri kjálka á þverveginn, þannig að vídd  efri kjálka samræmist ekki vídd neðri kjálka.


Þrengsli

Þrengsli

Tennur hafa ekki nóg pláss til að komast á sinn stað.  Ástæða þrengsla er oftast ósamræmi í ummáli kjálka miðað við breidd tanna.  Tennur sem eru snúnar og skakkar taka minna pláss en þær sem sitja hlið við hlið.


Opið bit

Opið bit

Þegar tennur efri góms og neðri góms snertast ekki í biti.
Átæðan er oftast nær vegna þess að tungan fer inn á milli tannanna (tunguþrýstingur)


Djúpt bit

Djúpt bit

Neðri góms fremtennur bíta upp í efri góm. Djúpa bitið getur skaðað tannfestuna á bakhlið efri tanna.