Í flestum tilfellum áttar þú þig á því hvað ber að forðast. Það ber að forðast allt sem er hart og seigt þar sem það getur skemmt tækin.
Nefnum hér það helsta:

Epli – borgar sig að skera það niður í bita

Gulrætur – tæta niður, eða skera mjög smátt

Maiskorn – skafa það af stönglinum, en ekki naga það af

Bannað að bryðja ísmola

Kúlur, karamellur, brjóstsykir og sleikjó eru á bannlistanum

Poppkorn er á bannlistanum, hýðið festist undir tannholdi

Sykrað tyggjó (kúlutyggjó) er bannað, það klessist út um öll tækin

Harðfiskur er á bannlistanum, hann brýtur tækin
Einnig skal forðast að naga neglur, blýanta og penna.