Kæri viðskiptavinur:
Okkur er vandi á höndum varðandi smithættu vegna Covid 19 veirunnar. Við munum þurfa að breyta starfsháttum okkar á stofunni svo að færri séu þar inni í einu til að minnka smithættu. Auk þessa munum við auka hlífðarfatnað starfsfólks og jafnframt láta alla sem koma til okkar þvo hendur sínar áður en viðkomandi sest í aðgerðarstól.
Þar sem rýmið á biðstofa okkar er ekki stórt og til að reyna að halda tveggja metra fjarlægð milli einstaklinga þá munum við reyna að hafa biðstofuna að mestu tóma, en viðskiptavinir bíði í stað þess út í bílum sínum ef hægt er, tilkynni komu sína á svæðið og við munum síðan hringja í viðkomandi þegar að þeim er komið. Þannig getum við forðað snertingu milli viðskiptavina eins og hægt er og bið á biðstofu minnki að sama skapi. Inn á aðgerðarstofunum verði því mest tveir til þrír viðskiptavinir í einu og helst engir aðstandendur. Í þessu sambandi óskum við eftir að fylgdarlið hverfi aftur til bifreiða sinna á meðan við ljúkum vinnu okkar, en bíði ekki á biðstofu. Við hringjum svo aftur þegar vinnu er lokið. Önnur samskipti svo sem varðandi greiðslur reynum við að leysa símleiðis.
Augljóslega munu þessar ráðstafanir valda því að afköst okkar minnka um að minnsta kosti 50%, og lengra verður á milli heimsókna timabundið á meðan faraldurinn gengur yfir. Meðferð seinkar að sama skapi en stöðvast ekki alveg. Með þessum ráðstöfunum teljum við að lítil hætta verði á smiti milli sjúklinga á meðan starfsfólk okkar er heilbrigt. Til að minnka hættu á smiti milli starfsfólksins verður tekið upp vaktaskipulag þeirra á milli.
Ef aðstandendur sem hafa lengi átt viðskipti við okkur og þekkja til aðstæðna vilja koma á framfæri tillögum til úrbóta eða viðbóta við ofangreindar hugmyndir mínar þá eru þær þegnar með þökkum. Sendið endilega tölvupóst á teinar@teinar.is
Bestu kveðjur og takk fyrir þolinmæðina
Gísli